Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa í þriggja ára leyfi
Þormóður hefur verið ráðinn til Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, í Kanada. Þar mun hann gegna starfi tækniráðgjafa í flugslysarannsóknum. Starfssvið hans lýtur annars vegar að ráðgjöf innan stofnunarinnar varðandi flugslysarannsóknir og hins vegar að því að veita rannsóknarnefndum aðildarlandanna ráðgjöf. Í starfinu felst einnig að fylgjast með nýjungum og þróun í flugslysarannsóknum, leggja til hvernig þeim er hrundið í framkvæmd af hálfu ICAO og fylgja því eftir hjá rannsóknarnefndunum.
Á næstu dögum verður auglýst eftir staðgengli Þormóðs hjá Rannsóknarnefnd flugslysa.