Hoppa yfir valmynd
27. maí 2005 Matvælaráðuneytið

Gerð Vaxtarsamnings Vestfjarða

Nr. 14/2005
Fréttatilkynning


Fyrir nokkru var kynnt skýrsla nefndar um byggðaþróun Vestfjarða, en starf nefndarinnar er hluti af verkefnum innan byggðaáætlunar stjórnvalda sem nær yfir tímabilið 2002 - 2005. Í niðurstöðum skýrslunnar er lagt til að gerður verði svokallaður vaxtarsamningur er nái yfir tímabilið frá 2005 til 2008. Samningurinn byggist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa. Lögð er m.a. áhersla á klasa á sviði sjávarútvegs og matvæla, mennta og rannsókna og menningar og ferðaþjónustu.

Tillögurnar taka mið af sambærilegum áherslum víða erlendis, m.a í Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum þar sem lögð er aukin áhersla á að efla byggðakjarna. Segja má að um nýjung sé að ræða hér á landi á sviði byggðamála, þar sem kjarni aðferðarinnar felst í að styrkja sjálfbæran hagvöxt viðkomandi svæðis með markaðstengdum áherslum, en sambærilegt verkefni er einnig komið til framkvæmda á Eyjafjarðarsvæðinu.

Í framhaldi af tillögum skýrslunnar hefur verið unnið að undirbúningi Vaxtarsamnings Vestfjarða, í nánu samráði við aðila á Vestfjörðum.

Skrifað verður undir Vaxtarsamning Vestfjarða þriðjudaginn 31. maí á Hótel Ísafirði, kl. 13:00.

Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir.

Reykjavík, 27. maí, 2005.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum