Nýir sendiherrar
Utanríkisráðherra hefur í dag skipað þá Helga Gíslason, prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson, sendifulltrúa, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní n.k.
Helgi Gíslason réðist til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París og í fastanefndum gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York og Nato í Brussel. Hann hefur ennfremur gegnt starfi skrifstofustjóra upplýsinga- og menningarskrifstofu í ráðuneytinu og embætti aðalræðismanns í New York.
Sveinn Á. Björnsson réðist til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum. Þegar forsvar í utanríkisviðskiptum var fært til utanríkisráðuneytis fluttist hann til starfa þar og hefur síðan m.a. starfað í fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg og sendiráðum Íslands í Washington og París.