Hoppa yfir valmynd
1. júní 2005 Matvælaráðuneytið

Forstjóri Landbúnaðarstofnunar

Á síðasta löggjafarþingi samþykkti Alþingi ný lög um Landbúnaðarstofnun. Með lögunum er lagður grunnur að sameiningu stofnana, embætta og verkefna á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina stofnun, Landbúnaðarstofnun. Mun stofnunin taka til starfa við gildistöku laganna frá og með 1. janúar 2006 og verða höfuðstöðvar hennar að Selfossi.

 

Við stofnunina skal starfa forstjóri skipaður af landbúnaðarráðherra til fimm ára í senn.  Forstjóri fer með yfirstjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar.  Skal hann skipaður frá 1. ágúst 2005 og frá þeim tíma undirbúa gildistöku laganna í samstarfi við landbúnaðarráðuneytið.  Forstjóri ræður starfsfólk Landbúnaðarstofnunar, nema lög kveði á um annað. Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skipulag og starfsemi stofnunarinnar að fengnum tillögum forstjóra.

 

Landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með starf forstjóra Landbúnaðarstofnunar laust til umsóknar. Skal forstjóri hafa háskólamenntun og jafnframt hafa öðlast stjórnunarreynslu.  Æskilegt er að hann hafi þekkingu á opinberri stjórnsýslu.  Nauðsynlegt er að hann hafi gott vald á íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Forstjóri þarf að sýna frumkvæði og skipulögð vinnubrögð í starfi og búa yfir góðri samskiptahæfni.

 

Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjaranefndar.

 

Umsóknarfrestur er til 21. júní 2005.  Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist til landbúnaðarráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.

 

Nánari upplýsingar veita Hákon Sigurgrímsson, skrifstofustjóri og Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri, í síma 545-9750, netföng: [email protected] og [email protected] 

 

Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Landbúnaðarráðuneytið

Lög um Landbúnaðarstofnun

Lög um breytingu á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum