Hoppa yfir valmynd
2. júní 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Greinabundin menntun grunnskólakennara í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði

Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að gera átak í greinabundinni menntun grunnskólakennara.

Til skólastjóra grunnskóla og fræðsluskrifstofa/skólanefnda

Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að gera átak í greinabundinni menntun grunnskólakennara. Einkum er horft til þess að átakið verði í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði og standi í 3 – 4 ár.

Fyrsta skrefið í átakinu verður að bjóða fram viðbótarnám í stærðfræði ætlað kennurum sem kenna stærðfræði í 8. – 10. bekk. Námið er einkum miðað við þá kennara sem ekki hafa sérhæft sig í stærðfræði í námi sínu. Námið hefst haustið 2005 og hefur ráðuneytið samið við Kennaraháskóla Íslands um að bjóða fram 15 eininga viðbótarnám í stærðfræði sem aðlagað verði þörfum ofangreindra kennara. Gert er ráð fyrir að kennarar geti lokið náminu á þremur önnum með starfi. Námið verður skipulagt sem fjarnám og sveigjanlegt nám samhliða starfi. Ráðuneytið mun standa straum af kostnaði við kennsluna og ekki er gert ráð fyrir að innheimt verði skráningargjald fyrir þetta nám.

Ráðuneytið telur að hér sé gott tækifæri til að styrkja stærðfræðimenntun viðkomandi kennara og hvetur skólastjóra og fræðsluyfirvöld til að vekja athygli þeirra á þessu námstilboði.

Kennaraháskóli Íslands mun auglýsa innritun í þetta nám á næstunni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum