Sameiningartillaga felld öðru sinni
Síðastliðinn laugardag, þann 4. júní, gafst íbúum Skorradalshrepps í Borgarfirði annð tækifæri til að greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélagsins við Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð, Hvítársíðuhrepp og Kolbeinsstaðahrepp. En sem kunnugt er samþykktu íbúar hinna sveitarfélaganna sameiningu þann 23. apríl síðastliðinn. Alls greiddu 43 af 49 atkvæðabærum einstaklingum í Skorradalshrepp atkvæði, en af þeim voru 17 hlynntir sameiningu en 26 andvígir.
Fjöldi Hlutfall
Já 17 39,5%
Nei 26 60,5%
Alls 43 100,0%
Skorradalshreppur verður því áfram sérstakt sveitarfélag, en hinum sveitarfélögunum fjórum er heimilt að samþykkja sameiningu þeirra sveitarfélaga. Hið nýja sveitarfélag mun telja um 3.500 íbúa og verður það sveitarfélag utan Reykjavíkurborgar sem hefur flesta háskóla innan sinna marka.