Hoppa yfir valmynd
7. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samráðshópur stjórnvalda og aldraðra

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað samráðshóp sem í eiga sæti fulltrúar Landssambands eldri borgara (LEB) og fulltrúar ráðuneyta heilbrigðis- og tryggingamála, félagsmála og fjármála. Skipun samráðshópsins er í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efna til formlegs samráðs við Landsamband eldri borgara um stöðu samkomulags stjórnvalda og aldraðra frá 19. nóvember 2002, um aðbúnað og skipulag öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almannatrygginga. Samráðshópnum er einnig ætlað að fjalla um þjónustu við aldraða og skila áliti um skipulag þjónustunnar í framtíðinni. Formaður samráðshópsins er Elín Líndal. Aðrir nefndarmenn eru: Hallgrímur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur í fjármálaráðuneytinu, Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og fulltrúar LEB sem eru Ólafur Ólafsson, læknir, Helgi K. Hjálmsson, varaformaður LEB og Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta