Auglýsing um viðurkenningu fyrir meistaraprófsritgerð
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að veita tvær viðurkenningar, að fjárhæð 250.000 krónur hvora, fyrir lokaverkefni á meistarastigi í hagfræði eða viðskiptafræði við innlendar eða erlendar menntastofnanir. Viðurkenningarnar eru fyrir verkefni sem unnin eru á skólaárinu 2004/2005. Skilyrði fyrir viðurkenningu er að viðfangsefnið sé á sviði efnahags- og ríkisfjármála. Sérstök dómnefnd leggur mat á þær umsóknir sem berast og ákveður viðurkenningu.
Umsóknum skal skilað til efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, eða á meðfylgjandi netföng fyrir 3. október nk.
Umsóknareyðublöð er hægt að sækja á heimasíðu ráðuneytisins, www.fjarmalaraduneyti.is eða í afgreiðslu þess í Arnarhvoli. Með umsókn þarf að fylgja eintak af verkefninu. Niðurstaða um styrkveitingu verður tilkynnt þann 4. nóvember.
Nánari upplýsingar veita:
Arna Sigurðardóttir, arna.sigurdardottir@fjr.stjr.is
Fjóla Agnarsdóttir, fjola.agnarsdott[email protected]