Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2005
Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr Grænlandssjóði. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 til að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.
Ráðstöfunarfé sjóðsins nam að þessu sinni 800 þúsund krónum. Styrkumsóknir voru 33, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila:
Guðjón Kristinsson vegna hönnunar leikvallar með ínúíta ívafi í Kulusuk, Gerði Bolladóttur og Sophie Marie Schoonjans til tónleikahalds á Grænlandi, Önnu Gunnarsdóttir og Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur til sýningarhalds í Nuuk, Félag skólasafnakennara vegna þátttöku Laannquaq Lynge frá Grænlandi á ráðstefnunni Í sagnaheimi á Bifröst, Benedikte Thorsteinson til að þýða leikverkið um Bláa hnöttinn á grænlensku og Valdemar Leifsson vegna sýningar á heimildarmynd hans Frosin paradís í Kulusuk.
Í Reykjavík, 10. júní 2005.