Hoppa yfir valmynd
13. júní 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaskólinn á Egilsstöðum - viðbygging við skólahúsnæði

Menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið annars vegar og Fljótsdalshérað hins vegar hafa gert með sér samning um byggingu kennslu- og stjórnunarálmu við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið annars vegar og Fljótsdalshérað hins vegar hafa gert með sér samning um byggingu kennslu- og stjórnunarálmu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Er að því stefnt að byggingu verði að fullu lokið haustið 2006.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, taka fyrstu skóflustunguna að hinni nýju byggingu í dag mánudag kl. 12.

Nýbyggingin verður reist á lóð skólans við hlið núverandi skólahúss samkvæmt teikningum Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts. Stærð hennar verður um 1.067 fermetrar.

Stofnkostnaður byggingarinnar skiptist þannig að ríkissjóður greiðir 60% en sveitarsjóður 40%.

Sameiginleg byggingarnefnd, skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af menntamálaráðherra, tveimur af sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs og einum af fjármálaráðherra, skal hafa stjórn á framkvæmdum. Skrifstofa Fljótsdalshéraðs annast greiðslur og bókhald vegna byggingarinnar.

Samið hefur verið við Trésmiðjuna Eini um framkvæmd verksins. Verktakakostnaður er um 190 milljónir króna.

Eins og fyrr kom fram er stærð nýbyggingarinnar talin um 1.067 fermetrar og verður heildarstærð skólahúsanna með þessari viðbót hátt á sjötta þúsund fermetra. Á neðri hæð nýbyggingarinnar verður fyrirlestrasalur með sætum fyrir 80 manns, fjarfundastofa og tölvustofa auk tæknirýmis, geymsluherbergja o.fl. Á efri hæð verður hins vegar stjórnunar- og skrifstofurými, vinnuaðstaða kennara og auk þess tvær almennar kennslustofur og herbergi fyrir hópvinnu nemenda.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta