Skipun fulltrúa í stjórn hjá Eftirlitsstofnun EFTA
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 020
Í tengslum við fund EES-ráðsins í dag tóku utanríkisráðherrar EES/EFTA-ríkjanna, Liechtenstein, Noregs og Íslands, ákvörðun um skipun nýrra fulltrúa sinna í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA.
Nýir fulltrúar ríkjanna eru Kurt Jäger frá Liechtenstein, sem tekur til starfa 1. júlí n.k., Björn T. Grydeland frá Noregi og Kristján Andri Stefánsson frá Íslandi en þeir tveir síðarnefndu munu hefja störf 1. janúar 2006.
Hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA á Evrópska efnahagssvæðinu er að hafa eftirlit með því hvernig EFTA-ríkin innleiða og framkvæma reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Ákvörðunin fylgir hjálagt (á ensku).