Hoppa yfir valmynd
15. júní 2005 Utanríkisráðuneytið

Flutningar framundan í utanríkisþjónustunni

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________

Nr. 021

Eftirfarandi flutningar sendiherra eru fyrirhugaðir í ár og hefur nú borist samþykki hlutaðeigandi stjórnvalda. Dagsetningar flutninga miðast við 1. nóvember nk.

Kjartan Jóhannsson lætur af störfum sem sendiherra í Brussel

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra í Genf flyst til Brussel

Kristinn F. Árnason, sendiherra ,skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu flyst til Genfar

Jón Egill Egilsson, sendiherra tekur við varnarmálaskrifstofu

Jón Baldvin Hannibalsson lætur af störfum sem sendiherra í Helsinki

Hannes Heimisson, aðalræðismaður í New York flyst til Helsinki sem sendiherra

Svavar Gestsson sendiherra í Stokkhólmi flyst til Kaupmannahafnar

Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður tekur við starfi sendiherra í Stokkhólmi

Þorsteinn Pálsson lætur af störfum sem sendiherra í Kaupmannahöfn

Guðmundur Eiríksson sendiherra í Ottawa tekur leyfi frá störfum

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri tekur við sem sendiherra í Ottawa.

Sigríður Ásdís Snævarr flyst frá alþjóðaskrifstofu á skrifstofu ráðuneytisstjóra og verður staðgengill hans.

Þeir Guðmundur Árni Stefánsson og Markús Örn Antonsson koma til starfa í ráðuneyti frá 1. september áður en þeir taka við embætti í Stokkhólmi og Ottawa.

Utanríkisráðuneytið,

Reykjavík, 15. júní 2005.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta