Hoppa yfir valmynd
15. júní 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun í framhaldsskóla

Innritun í framhaldsskóla fór nú fram í fyrsta sinn með rafrænum hætti.

Innritun í framhaldsskóla fór nú fram í fyrsta sinn með rafrænum hætti, en nemendum 10. bekkjar gafst kostur á að sækja um á netinu.

Innrituninni lauk á miðnætti 14. júní og tókst framkvæmd hennar vel í alla staði. Alls sóttu 95% nemenda úr 10. bekk, eða 4.231 nemandi, um skólavist í framhaldsskólum að þessu sinni. Aldrei hafa hlutfallslega jafn margir sótt um skólavist í framhaldsskólum úr einum árgangi.

Þrír skólar í Reykjavík fengu mun fleiri umsóknir nýnema en þeir geta tekið við. Skólarnir eru Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands. Umsóknir þeirra sem ekki komast að í þessum skólum verða sendar í þá skóla sem nemendur völdu til vara. Nægt rými er fyrir þá í öðrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.

Skólar á landsbyggðinni geta sinnt þeim fjölda umsókna frá nýnemum sem þeim barst.

Rafræn innritun auðveldar ráðuneytinu og framhaldsskólunum að hafa yfirsýn yfir umsóknirnar og að verða við óskum umsækjenda um námsvist.

Framhaldsskólarnir munu vinna úr umsóknum á næstu dögum. Allir sem sótt hafa um skólavist fá skriflegt svar við umsókn sinni. Fyrstu svarbréf munu fara í póst 22. júní nk. og þau seinustu 24. júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta