Hoppa yfir valmynd
15. júní 2005 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2005

ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR
SEÐLABANKA ÍSLANDS
KALKOFNSVEGI 1,
150 REYKJAVÍK

14. júní 2005

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2005

TUTTUGASTA OG ÁTTUNDA ÚTHLUTUN SJÓÐSINS

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2005 og þar með tuttugustu og áttundu úthlutun úr sjóðnum.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um breytingu á skipulagsskránni er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.

Stjórn sjóðsins úthlutar ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans.

Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.

Í samræmi við 6. gr. skipulagsskrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar, sem skipa skulu menn í stjórn sjóðsins valið eftirtalda til setu í henni fyrir yfirstandandi kjörtímabil, sem hófst hinn 1. janúar 2002 og stendur til ársloka 2005, en þeir eru:

  • Sigríður Ragna Sigurðardóttir, kennari, formaður skipuð af forsætisráðherra.
  • Birgir Ísl. Gunnarsson, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
  • Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur,
  • Margrét K. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og
  • Björn Teitsson, magister, sem kjörin eru af Alþingi.

Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur.

Í samræmi við 5. gr. skipulagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum um sl. áramót með umsóknarfresti til og með 28. febrúar sl.

Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 4.100.000.

Alls bárust 111 umsóknir um styrki að fjárhæð um 62,6 millj. kr.

- - -

Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2005 er sem hér segir:

Nr. Styrkþegi: Verkefni: Fjárhæð í kr.:


1.
Húsfélagið Hákarla-Jörundur
Norðurvegi 3
630 Hrísey
Ásgeir Halldórsson
Að skipta um þak á elsta húsi Hríseyjar, Gamla Syðstabæ.

150.000

2. Kjarlaksstaðir ehf.
c/o Friðjón Þórðarson
Rauðalæk 9
105 Reykjavík
Endurbygging bæjarins á Kjallaksstöðum á Fellsströnd, Dalasýslu sem reistur var 1860-80.

100.000



3.
Sjálfseignastofunin Tryggvaskáli
Tryggvatorgi
800 Selfossi
Bryndís Brynjólfsdóttir
Endurbygging Tryggvaskála.

150.000

4. Áhugafélag um verndun sæluhúsa á afrétti Hrunamanna (ÁSÆL)
Langholtskot
845 Flúðir
Unnsteinn Hermannsson
Að endurgera sæluhús á afrétti Hrunamanna, nánar tiltekið í Leppistungum, í Svínárnesi og við Fosslæk.

100.000

5. Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði
Sjávargötu 19
225 Álftanesi
Gunnsteinn Ólafsson

Að ljúka endurbótum á húsnæði væntanlegs Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

150.000

6. Aðalgeir Egilsson veðurath.maður og safnvörður
Mánárbakka
641 Húsavík

Að bæta aðgengi að safnhúsinu Þórshamri, með hellulögn.

100.000

7. Fuglasafn Sigurgeirs ehf.
Ytri Neslöndum
660 Mývatn
Pétur Bjarni Gíslason

Að byggja og reka fuglasafn við Mývatn.

150.000

8. Sólheimar ses
Sólheimum
801 Selfoss
Agnar Guðlaugsson
Að gera elsta húsið á Sólheimum að safni þar sem saga Sólheima og barnaheimilisins verður rakin í máli og myndum.

150.000

9. Veiðisafnið ses.
Eyrarbraut 49
825 Stokkseyri
Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir
Söfnun og skráning heimilda um haglabyssusmíði Jóns heitins Björnssonar frá Dalvík.

100.000

10. Karlakórinn Fóstbræður
Langholtsvegi 109-111
104 Reykjavík
Eyþór Eðvarðsson
Að ráða bókasafnsfræðing til að flokka umfangsmikið nótnasafn, frumnótur, bækur, bréf og hvers konar muni í eigu kórsins.

100.000

11. Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgötu 41
101 Reykjavík
Inga Lára Baldvinsdóttir
fagstjóri Myndasafns
Forvarsla, innrömmun og frágangur á daguereótýpum úr fórum Þjóðminjasafns Íslands.

150.000

12. Félag um Listasafn Samúels í Selárdal
Holtsgötu 33
101 Reykjavík
Ólafur J. Engilbertsson

Að ljúka viðgerð á styttum Samúels Jónssonar í Selárdal, og gera við handrið Listasafnsins.

100.000

13. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Arngrímsgötu 3
107 Reykjavík
Sigrún Klara Hannesdóttir

Til viðgerðar á handriti sem skrifað var upp eftir helgisiðabók sem prentuð var á Hólum árið 1581.

150.000

14. Papeyjarferðir ehf.
Hrauni 3
765 Djúpivogur
Már Karlsson
Viðhald Papeyjarkirkju og Papeyjarkirkjugarðs.

150.000

15. Ríkisútvarpið
Efstaleiti 1
150 Reykjavík
Dóra Ingvadóttir
framkv.stj. Útvarpsins
Afritun og skráning á elsta safnaefni Útvarpsins.

250.000

16. Listverslunin YZT
Laugavegur 40
101 Reykjavík
Ari Trausti Guðmundsson
Að gefa út katalóg með texta og litmyndum af leirlistaverkum fyrsta keramikverkstæðis landsins (stofnað 1927), öllum úr íslenskum leir.

100.000

17. Eiríksstaðanefnd
Dalabyggð
Miðbraut 11
370 Búðardalur
Haraldur L. Haraldsson

Að gera handrit og undirbúa sýningu um úthafssiglingar Íslendinga á víkingaöld. Einnig að undirbúa og ljósmynda sögustaði í Dalasýslu til að setja upp sýningu á sögustöðum í héraði.

150.000

18. Bókaútgáfan Hólar
c/o Jón Hjaltason
Byggðavegi 101B
600 Akureyri
Vinnsla og útgáfa bréfasafns Jóns Jónssonar.

100.000

19. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
Bauganesi 39
101 Reykjavík

Rannsókn og útgáfa á verki þar sem fjallað er um altaristöflur í íslenskum kirkjum, sögu þeirra, uppruna, gerð, merkingu og tilgang.

150.000

20. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir
Klapparstíg 1
101 Reykjavík

Frágangur gamalla laga og ljóða sem þurfa að fylgja í útgáfu íslenskra söngdansa og vikivakaleikja.

150.000

21. Örn Bjarnason
Grandavegi 47
107 Reykjavík

Kaup á sérfræðiþjónustu vegna lokafrágangs á lækningatextum frá miðöldum ásamt handritinu „Hvað skal hrosshófur á hörpusteingjum?"

150.000

22. Kirkjubæjarstofa ses
Klausturvegi 2
880 Kirkjubæjarklaustri
Ólafía Jakobsdóttir
Sýning á niðurstöðum forleifarannsókna á rústum nunnuklaustursins á Kirkjubæjarklaustri 1995-2004.

100.000

23. Skútustaðahreppur f.h.Dimmuborgarnefndar
Hlíðarvegi 6
660 Mývatn
Sigbjörn Gunnarsson
Lagning göngustíga og uppsetning bekkja í Dimmuborgum.

100.000

24. Fuglaverndarfélag Íslands
Pósthólf 5069
125 Reykjavík
Daníel Bergmann
Verndun íslenska arnarins.

150.000

25. Kvenfélagið Iðja
Staðarbakka, Miðfirði,
c/o Aðalsteinn Helgason
Stórholti 47
105 Reykjavík
Að hreinsa og grisja Ásdísarlund.

50.000

26. Hanna Dóra Sturludóttir o.fl.
óperusöngkona
Nazarethkirchstr. 43
D-13347 Berlin
Þýskalandi
Að hljóðrita á hljómdisk öll sönglög dr. Páls Ísólfssonar (1893-1974).

100.000

27. Kammersveit Reykjavíkur
Háuhlíð 14
105 Reykjavík
Rut Ingólfsdóttir
Að ljúka frágangi á upptökum fimm verka eftir Þorkel Sigurbjörnsson, tónskáld.

100.000

28.

Plús film ehf.
Laugavegi 178
105 Reykjavík
Sveinn M. Sveinsson
Að ljúka við frágang kvikmyndar um sögu Þorfinns blinda og annarra vesturfara sem fluttu til Norður Dakóta upp úr 1870 og hvernig Íslendingabyggðir þróuðust á sléttunum miklu.

150.000

29. Áhugahópur um söguslóðir Hrafnkels sögu
Skriðuklaustri
701 Egilsstaðir
Skúli Björn Gunnarsson
Að koma upp upplýsingaskiltum og búa til upplýsingaefni fyrir ferðamenn um söguslóðir Hranfkels sögu Freysgoða.

150.000

30. Pétur Pétursson fv. þulur
Garðastræti 9
101 Reykjavík
Að finna skjal (poster) Roosevelts Bandaríkjaforseta með loforði um brottför Bandaríkjahers að styrjöld lokinni.

100.000

31. Smekkleysa sm ehf.
Skipholti 50d
105 Reykjavík
Ólafur J. Engilbertsson
Að gefa út tvöfaldan geisladisk með þulum, barnagælum og öðru efni sem venjan var að fara með fyrir börn.

150.000

32. Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Laufásvegi 2
101 Reykjavík
Sigrún Helgadóttir
Að útbúa kynningarmyndbönd um selskinnsskógerð og íslenska þjóðbúninga, sérstaklega faldbúninginn.

100.000

Alls kr. 4.100.000



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta