TR og Háskóli Íslands semja um kennslu og rannsóknir
Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert samning sem hefur það að markmiði að efla kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti. Lögð er í samningnum áhersla á lífeyristryggingar í þessu sambandi. Samningurinn byggist samstarfssamkomulagi sem gert var milli Háskóla Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins 2002. Samningurinn sem undirritaður var í dag er fyrsti samningurinn sem lagadeild Háskóla Íslands gerir við stofnun utan Háskólans.
Nánar á heimasíðu TR: http://www.tr.is/