Úthlutun úr Barnamenningarsjóði
Barnamenningarsjóður, sem starfar samkvæmt reglum nr. 594/2003, hefur lokið úthlutun styrkja 2005. Auglýst var eftir umsóknum 4. febrúar og rann umsóknarfrestur út 10. mars. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna. Úthlutað var styrkjum samtals að fjárhæð kr. 1.500 þús. til eftirtalinna verkefna:
Draumasmiðjan | |
til uppsetningar á leikverkinu Draugasaga | 200.000,- kr. |
Myndlistarkólinn í Reykjavík | |
vegna samvinnuverkefnis Myndlistaskólans | |
í Reykjavík og Listasafns Reykjavíkur | |
Dieter Roth listasmiðjur í Hafnarhúsinu | 200.000,- kr. |
Hreyfingarmiðstöðin ehf. | |
til að gera stuttmyndina "Allamamma og Brútus" | |
sem er byggð á smásögu eftir Einar Kárason | |
sem heitir "Sorgarsaga" | 200.000,- kr. |
Kramhúsið ehf. | |
vegna sumarnámskeiða með alþjóðlegum | |
ævintýrablæ fyrir börn og unglinga og sérsniðinna | |
námskeiða fyrir tvo aldurshópa í grunnskólum | 200.000,- kr. |
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ | |
til uppsetningar á söngleiknum Bugsý Malone | |
eftir Alan Parker og Paul Williams | 150.000,- kr. |
Pétur Hafþór Jónsson | |
til hljóðfærakaupa vegna breyttra kennsluhátta | 150.000,- kr. |
Smekkleysa SM ehf. | |
til útgáfu á barnagælum í segulbandasafni | |
Stofnunar Árna Magnússonar | 200.000,- kr. |
Sumartónleikar í Skálholtskirkju | |
vegna tónlistarsmiðju sem haldin verður | |
5 laugardaga í júlí og ágúst í tengslum við | |
Sumartónleika í Skálholtskirkju | 100.000,- kr. |
Leikfélag Reyðarfjarðar og Grunnskóli Reyðarfjarðar | |
til uppsetningar á söngleik eftir | |
Ármann Guðmundsson leikstjóra | 100.000,- kr. |