Hoppa yfir valmynd
22. júní 2005 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2005/2006

Fréttatilkynning

 

Sjávarútvegsráðherra hefur í dag undirritað reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2005/2006 sem hefst þann 1. september nk. Leyfilegur heildarafli verður í öllum aðalatriðum í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þannig verður heildarafli í þorski 198 þús. tonn, í ýsu 105. þús. tonn,  ufsa 80 þús. tonn, karfa 57 þús. tonn, grálúðu 15 þús. tonn, steinbít 13 þús. tonn, keilu 3.500 tonn, íslenskri sumargotssíld 110 þús. tonn, úthafsrækju 10 þús. tonn og rækju í Arnarfirði 300 tonn.

Frávik frá ráðgjöfinni eru þau að leyfilegur heildarafli í skrápflúru verður 3.500 tonn (1.500 tonn umfram ráðgjöf), í skarkola  5.000 tonn (1.000 tonn umfram ráðgjöf), í sandkola 4.000 tonn (1.500 tonn umfram ráðgjöf), í löngu 5000 tonn (500 tonn umfram ráðgjöf), í þykkvalúru 1.800 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf), í skötusel 2.500 tonn (300 tonn umfram ráðgjöf), í langlúru 2.400 tonn (200 tonn umfram ráðgjöf) og í humri 1.800 tonn (eða 200 tonn umfram ráðgjöf).

Jafnframt hefur sjávarútvegsráðherra undirritað reglugerð um hækkun á leyfilegum heildarafla á yfirstandandi fiskveiðiári í þykkvalúru úr 1.600 tonnum í 1.800 tonn.

 

Reglugerð um heildarafla

Rgl um aukningu í þykkvalúru

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 22. júní 2005

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta