Úthlutun 200 millj. kr. til sveitarfélaga í sérstökum fjárhagsvanda
Í samræmi við 3. gr. reglna nr. 1021 frá 16. desember 2004, um ráðstöfun 400 millj. kr. aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, hefur jöfnunarsjóður úthlutað 200 millj. kr. til sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur metið að séu í sérstökum fjárhagsvanda.
Úthlutað var til eftirtalinna sveitarfélaga:
Snæfellsbær kr. 38.987.048
Siglufjarðarkaupstaður kr. 18.824.983
Blönduóssbær kr. 7.640.302
Húsavíkurbær kr. 20.213.057
Ólafsfjarðarbær kr. 13.183.636
Dalvíkurbyggð kr. 16.213.771
Aðaldælahreppur kr. 3.777.929
Seyðisfjarðarkaupstaður kr. 9.989.097
Sveitarfélagið Hornafjörður kr. 35.951.466
Vestmannaeyjabær kr. 35.218.711
Að auki fengu eftirtalin sveitarfélög, að tillögu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og á grundvelli 7. gr. reglugerðar nr. 113/2003, framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum og er framlaginu ætlað að koma til móts við þær hagræðingaraðgerðir sem viðkomandi sveitarstjórnir hafa ráðist í í samvinnu við eftirlitsnefnd:
Dalabyggð kr. 7.500.000
Raufarhafnarhreppur kr. 3.000.000