Hoppa yfir valmynd
24. júní 2005 Matvælaráðuneytið

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins 2005

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í ár var haldinn í Ulsan í Suður-Kóreu dagana 20. - 24. júní. Fundinum lauk klukkan 6:30 í morgun, að íslenskum tíma.

 

Aðildarríkjum ráðsins hefur farið fjölgandi undanfarin ár og eru þau nú 66. Meðal nýrra aðildarríkja eru bæði ríki sem eru algerlega andstæð hvalveiðum og ríki sem styðja sjálfbærar hvalveiðar. Fjölgun aðildarríkja hefur þó orðið til þess að þótt andstæðingar hvalveiða séu enn í meirihluta í hvalveiðiráðinu þá fer sá meirihluti minnkandi. Þau ríki sem gerst hafa aðilar að ráðinu frá síðasta ársfundi eru: Fílabeinsströndin, Gambía, Kamerún, Kiribati, Lúxembourg, Malí, Nauru, Slóvakía, Tékkland og Tógó.

 

Ýmis mál voru til umfjöllunar á fundinum. Þeirra helst voru friðuð svæði, hvalveiðar frumbyggja, strandveiðar í Japan, hvalveiðar í vísindaskyni, friðunarnefnd hvalveiðiráðsins og endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni.

 

Friðuð svæði

Undir þessum dagskrárlið voru afgreiddar tvær tillögur. Annars vegar tillaga um að lýsa Suður-Atlantshaf sem friðað svæði og hins vegar tillaga um að leggja af friðað svæði sem er í gildi umhverfis Suðurskautslandið.

Tillögur sem þessar þurfa stuðning ¾ hluta greiddra atkvæða á ársfundi, sem fékkst í hvorugu tilvikinu. Engar breytingar urðu því á þessum ársfundi á skipan mála varðandi þau svæði sem Alþjóðahvalveiðiráðið hefur útnefnt sem friðuð svæði.

 

Hvalveiðar frumbyggja

Veiðiheimildir fyrir hvalveiðar frumbyggja eru ákveðnar til fimm ára í senn og komu þær ekki til endurnýjunar á þessum ársfundi. Undir þessum dagskrárlið bar það helst til tíðinda að vegna skorts á vísindalegum upplýsingum hafði vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hvatt til þess að tímabundið yrðu ekki veiddar fleiri en 10 langreyðar við Vestur-Grænland. Árlegur kvóti Grænlendinga er 19 dýr, en reyndar eru jafnan mun færri dýr veidd. Grænlenska heimastjórnin hefur brugðist við þessum tilmælum vísindanefndarinnar með því að lýsa því yfir að hún muni aðeins heimila veiðar á 10 dýrum á næstu vertíð. Kvóta Grænlands var hins vegar ekki breytt og vonast er til að nýjar vísindalegar upplýsingar muni liggja fyrir áður en kemur að endurnýjun hans.

 

Strandveiðar í Japan

Eins og undanfarin ár lagði Japan fram tillögu um að Alþjóðahvalveiðiráðið heimili hvalveiðar nokkurra byggðalaga í Japan. Að ýmsu leyti er um að ræða mál sem er sambærilegt við heimildir frumbyggja í Bandaríkjunum, Grænlandi, Rússlandi og víðar til hvalveiða. Tillagan þarf stuðning ¾ hluta greiddra atkvæða til að fást samþykkt. Eins og fyrr var tillagan felld.

 

Hvalveiðar í vísindaskyni

Í umræðum um hvalveiðar í vísindaskyni beindist athyglin einungis að nýrri rannsóknaáætlun Japana fyrir Suður-Íshafið, JARPA II. Samþykkt var ályktun þar sem japönsk stjórnvöld eru hvött til þess að framkvæma áætlunina ekki, en jafnframt var lagalegur réttur Japans til þess að stunda þessar rannsóknir viðurkenndur í ályktuninni.

Framkvæmd vísindaáætlunar Íslands, sem felur m.a. í sér veiðar á hrefnu, var ekkert gagnrýnd á þessum ársfundi.

 

Friðunarnefnd hvalveiðiráðsins

Í ár var í fyrsta skipti hafin efnisleg umræða í friðunarnefndinni. Á síðasta ársfundi var ákveðið að hefja ekki efnislega vinnu að sinni, heldur reyna að koma til móts við hugmyndir ríkja sem styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi ekki verið gerð nein tilraun til að koma af stað viðræðum um ásættanlegan grundvöll undir starf nefndarinnar, ákvað meirihlutinn engu að síður að hefja vinnu nefndarinnar í þetta sinn. Nærri því helmingur aðildarríkjanna, þ.m.t. Ísland, neitar að taka þátt í efnislegu starfi innan nefndarinnar á þeim grunni sem hún var stofnuð á. Það ástand verður óbreytt um sinn.

 

Endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni.

Eðli málsins samkvæmt var endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni mikilvægasta málið sem var til umræðu á þessum ársfundi. Fjallað hefur verið um þetta mál á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins í vel á annan áratug en á síðasta ársfundi, sem fram fór í Sorrento á Ítalíu, var lögð fram miðlunartillaga formanns ráðsins, Henriks Fischer frá Danmörku. Í tillögunni voru ýmis atriði sem Ísland getur illa sætt sig við, t.d. er gert ráð fyrir óþarflega dýru og þunglamalegu eftirliti, en Ísland lýsti sig þó tilbúið til að sætta sig við tillögu formannsins sem málamiðlun enda felst í tillögunni eini sjáanlegi möguleiki þess að ná samkomulagi innan hvalveiðiráðsins um þetta mikilvæga mál.

Eftir fundinn í Sorrento voru haldnir tveir fundir vinnunefndar um stjórnkerfið. Á þessum fundum varð enginn framgangur í málinu og fjarlægðist hvalveiðiráðið í raun það markmið að ná sáttum, þar sem sífellt ný mál voru kynnt til sögunar og fleiri valkostir voru settir fram í málum sem áður höfðu verið til umræðu.

Ísland hefur lagt mikla áherslu á að reyna að ná framgangi í þessum viðræðum. Ljóst var að sá farvegur sem málið hefur verið í er ekki að skila árangri og því var lögð áhersla á að koma því í annan farveg, sem líklegri væri til árangurs. Fulltrúar Íslands unnu mikið starfí í þessu sambandi, bæði fyrir fundinn og á meðan á fundinum stóð. Komið var á samstarfi við nokkrar þjóðir hvalveiðiandstæðinga sem vilja frekar að hvalveiðar fari fram samkvæmt ströngu kerfi innan hvalveiðiráðsins heldur en að þær verði áfram stundaðar án nokkurrar stjórnunar ráðsins.

Framan af virtist sem þessar viðræður gætu skilað árangri. Sérstaklega jákvætt var að Norðurlöndin, sem hafa mjög ólíka afstöðu til hvalveiða, störfuðu náið saman í þessu sambandi. Til að endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða fáist samþykkt þarf það stuðning ¾ hluta aðildarríkja ráðsins, og miðaði starfið því ekki aðeins að því að ná einföldum meirihluta fyrir ályktun um áframhaldandi starf á réttum grunni, heldur að því að ná sem breiðustum hóp til að standa að því að hefja ferli á nýjum og betri grunni.

Þegar unnið var að því að fá aukinn stuðning við þá nálgun sem Norðurlöndin höfðu komið sér saman um varð á endanum ljóst að hörðustu andstæðingar hvalveiða höfðu náð að hindra að nógu stór hópur hófsamari ríkja kæmi til liðs við þau ríki sem leiddu þetta starf. Þar sem Ísland hafði sýnt mikið frumkvæði í þessu máli, og lagt á það mikla áherslu, voru það vonbrigði að þessar viðræður skiluðu ekki árangri.

Við afgreiðslu málsins á ársfundinum lögðu Danmörk og Suður-Kórea fram tillögu um samningaferli fram að næsta fundi, sem byggði að nokkru leyti á því sem rætt hafði verið í hópi Norðurlandanna en var þó það mikið breytt að ljóst var að samþykkt tillögunnar myndi ekki skila sér í neinum framgangi í viðræðum um endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni. Var þessi tillaga á endanum felld með 2 atkvæðum gegn 26, en 27 ríki, þ.m.t. Ísland, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Þýskaland, Írland og Suður-Afríka lögðu fram aðra tillögu, sem gerir í raun ráð fyrir áframhaldi sama viðræðuferlis, sem engum árangri hefur skilað í meira en áratug. Var sú tillaga samþykkt með 25 atkvæðum gegn 3, en 28 ríki, þ.m.t. Ísland, sátu hjá.

Yfirlýsing Íslands varðandi þessar tvær tillögur, sem bæði var flutt munnlega og dreift skriflega á fundinum, er meðfylgjandi.

Þessi niðurstaða veldur því að sú staða er ríkjandi innan Alþjóðahvalveiðiráðsins að enginn framgangur er í viðræðum um endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni og ekkert bendir til þess að framgangur verði í þeim viðræðum í fyrirsjáanlegri framtíð.

 

Næsti ársfundur mun fara fram í St. Kitts & Nevis í Karíbahafi í júní á næsta ári.

 

Varðandi frekari upplýsingar er fréttamönnum bent á að hafa samband við Stefán Ásmundsson, formann íslensku sendinefndarinnar, í síma 00 82 11 9659 3548.

 

 

Statement by Iceland

on the two draft resolution on the RMS

 

Thank you, Mr. Chairman.

 

Since Iceland re-joined the IWC, we have worked very hard to bring the IWC closer to finalising an RMS. We have taken active part in discussions within the IWC and also had informal discussions with many IWC countries in our efforts to this end.

 

Last year, at our Annual Meeting in Sorrento, your proposal Mr. Chairman, on a potential compromise solution on the RMS was introduced. There is no need to repeat what Iceland said about this proposal earlier in this meeting, but it should be noted that although it is far from being perfect, your proposal remains the only proposal for a compromise that we have. It, therefore, constitutes our only chance for progress.

 

After the Sorrento-meeting, the IWC has undertaken inter-sessional work on the RMS that has unfortunately taken us in the wrong direction.

 

At this Annual Meeting, the delegation of Iceland has again worked very hard, together with a number of other delegations, to try to put the RMS discussions on the right track. A track that could realistically result in progress and a finalised RMS in a short period of time.

 

Iceland is sorry to note that this work has proved to be fruitless. What we have before us are draft resolutions that can not result in progress in the RMS discussions. They keep the discussions wide open, and thereby make it unavoidable that the type of unsuccessful discussions we have had since the Sorrento-meeting will continue, when what we need is for them to be replaced with a process that can result in real progress.

 

Furthermore, to the extent the discussions will be focused, in one of the two draft resolutions, the approach taken is completely lacking in balance. Balance is of course necessary if we are to reach a conclusion that has any chance of getting support from the necessary majority within the IWC.

 

This leaves us in a very bad condition here in the IWC. In our discussions on the RMS, we have a situation where no progress is being made and it is clear that no progress will be made in the foreseeable future.

 

For a country like Iceland, that has been working hard to make progress on the RMS, this situation is certainly regrettable. However, hiding away from problems serves no purpose, so we must accept that this lack of progress is the reality we are facing.

 

For these reasons, Iceland can not support the two draft resolutions on the RMS that we have before us. We see little point in setting up a process that everyone already knows will not lead to progress in the RMS discussions.

 

However, having said that, Iceland will not seek to prevent either of the two draft resolution from being adopted if it is the wish of a number of IWC-members to set up this process. This is why Iceland is abstaining from voting on these two draft resolutions.

 

In conclusion, I would like to reiterate that Iceland regrets very much that efforts to make progress in the RMS discussions have failed.

 

We did not want to find ourselves in a situation where no progress is being made in negotiations within the IWC on the RMS. Unfortunately, we do find ourselves in that situation.

 

Thank you, Mr. Chairman.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta