Hoppa yfir valmynd
24. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr deildarstjóri öldrunarmála

Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin deildarstjóri öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Tók hún við starfi Hrafns Pálssonar sem látið hefur af störfum. Vilborg lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1971, B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1977 og meistaragráðu í lýðheilsufræðum (Master of Public Health) frá Nordiska högskolan i folkhälsovetenskap í Gautaborg árið 1990. Vilborg Ingólfsdóttir hefur víðtæka starfsreynslu og starfaði síðast sem yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu, en hefur auk þess síðustu ár verið til kölluð af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni  til að sinna sérstökum verkefnum fyrir hennar hönd í Kaupmannahöfn og víðar.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta