Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda sem hefst í dag og lýkur á morgun. Fundurinn, sem haldinn var á Íslandi á síðasta ári, er nú haldinn í Danmörku. Fundarstaðurinn er Falsled Kro á Fjóni og auk Halldórs býður gestgjafinn, Anders Fogh Rasmussen, samráðherrum þeirra Göran Persson frá Svíþjóð, Kjell Magne Bondevik frá Noregi og Matti Vanhanen frá Finnlandi til fundarins.
Formennska Dana í Norrænu ráðherranefndinni, staðan í Evrópusambandinu og umbætur hjá Sameinuðu þjóðunum eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum.
Í Reykjavík, 27. júní 2005.