Hoppa yfir valmynd
28. júní 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar svf. Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps undirrituðu í dag í Miðgarði í Skagafirði samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar svf. Skagafjarðar og Agnar H. Gunnarsson oddviti Akrahrepps undirrituðu í dag í Miðgarði í Skagafirði samkomulag um uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði. Grundvöllur þessa samkomulags er ákvörðun ríkisstjórnar frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa utan höfuðborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi.

Á fundi ríkisstjórnar hinn 4. mars 2005 var menntamálaráðherra falið að ganga til samninga við sveitarfélög í Skagafirði um 60 m.kr. framlag ríkisins til fyrri áfanga í uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði, þ.e. endurbóta á Miðgarði.

Samkomulagið er byggt á niðurstöðum samstarfshóps skipuðum fulltrúum menntamálaráðuneytis og sveitarfélaganna í Skagafirði. Annars vegar er gerð tillaga um að byggt verði við núverandi safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki og að þar verði menningarmiðstöð með áherslu á fræðastörf og sýningar, sem hýsi m.a. sýningarsal, bókasafn, listasafn og skjalasafn. Hins vegar um endurbætur á félagsheimilinu Miðgarði, þar sem áhersla verður lögð á tónlistarflutning, stærri hátíðir og ráðstefnuhald. Gert er ráð fyrir sömu kostnaðarskiptingu og við önnur menningarhús á landinu, þ.e. að ríkið greiði 60% kostnaðar og sveitarfélag 40%. Samkomulagið tekur einnig til uppbyggingar á menningarhúsi á Sauðárkróki, en ákvörðun um hvenær ráðist verður í framkvæmdir þar liggur ekki fyrir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta