Hoppa yfir valmynd
30. júní 2005 Matvælaráðuneytið

Skipun í stöðu forstjóra Neytendastofu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 17/2005

Viðskiptaráðherra hefur skipað Tryggva Axelsson lögfræðing í stöðu forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí n.k. til fimm ára sbr. lög um Neytendastofu og talsmann neytenda nr. 62/2005. Tryggvi Axelsson er fæddur í Reykjavík 5. október 1957. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og hefur einnig lokið meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002 með MBA-gráðu. Tryggvi hefur gegnt starfi forstjóra Löggildingarstofu frá árinu 2003 en sú stofnun var lögð niður með gildistöku laganna um Neytendastofu og talsmann neytenda. Áður starfaði hann að almennum viðskipta- og neytendamálum í viðskiptaráðuneyti á árunum 1986-2003. Tryggvi starfaði í lagadeild EFTA á árunum 1992-1995 og árið 1989 öðlaðist hann málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Eiginkona Tryggva er Ingibjörg Baldursdóttir bókasafnsfræðingur og eiga þau þrjú börn.

Alls sóttu níu manns um stöðu forstjóra Neytendastofu.

 

Reykjavík 30. júní 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta