Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2005 Utanríkisráðuneytið

Heimsókn Evrópumálaráðherra Hollands

Atzo Nicolaï,Evrópumálaráðherra Hollands, kom í vinnuheimsókn til Íslands miðvikudaginn 29. júní sl. og átti fund með Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, í fjarveru Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Ræddu þeir m.a. þróun ESB-stjórnarskrár, Lissabon-ferlið, tilskipun þjónustu á innri markaði ESB, EES-samninginn og afstöðu Íslands til aðildar að ESB. Ráðherrann greindi einnig frá hvernig hollensk stjórnvöld ætla að bregðast við gagnvart hollenskum kjósendum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna varðandi stjórnarskrá ESB í Hollandi. Ennfremur var ráðherranum kynnt formennska Íslands í Eystrasaltsráðinu og önnur tvíhliða mál milli Íslands og Hollands. Að lokum sat ráðherrann vinnuhádegisverð með ráðuneytisstjórum sjö ráðuneyta í boði Gunnars Snorra Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta