Hoppa yfir valmynd
1. júlí 2005 Matvælaráðuneytið

Samkeppniseftirlitið tekur til starfa.

Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er samkvæmt lögum að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga, ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja, gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja.

Samkeppniseftirlitið tekur við verkefnum sem unnin voru á samkeppnissviði Samkeppnisstofnunar, en Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð eru lögð niður. Í þessu felst m.a. að Samkeppniseftirlitið mun taka við samkeppnismálum sem voru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun og ekki vannst tími til að ljúka við.

Starfsmenn og stjórnendur

Stjórn Samkeppniseftirlitsins er þannig skipuð: Gylfi Magnússon, dósent viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, formaður, Jóna Björk Helgadóttir, aðstoðarmaður dómara, Hæstarétti, og Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.

Forstjóri er Páll Gunnar Pálsson, frv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Aðstoðarforstjóri er Guðmundur Sigurðsson, frv. forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins fer með yfirstjórn þess, mótar áherslur í starfi og fylgist með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins. Meiri háttar efnislegar ákvarðanir skal bera undir stjórn til samþykktar eða synjunar. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Starfsreglur stjórnar eru í mótun og verða þær birtar í júlí. Þar verður m.a. kveðið á um verkaskiptingu stjórnar og forstjóra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta