Umsækjendur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar
Á síðasta löggjafarþingi samþykkti Alþingi ný lög um Landbúnaðarstofnun. Með lögunum er lagður grunnur að sameiningu stofnana, embætta og verkefna á sviði eftirlits og stjórnsýslu innan landbúnaðarins í eina stofnun, Landbúnaðarstofnun. Mun stofnunin taka til starfa við gildistöku laganna frá og með 1. janúar 2006 og verða höfuðstöðvar hennar að Selfossi.
Við stofnunina skal starfa forstjóri skipaður af landbúnaðarráðherra til fimm ára í senn. Forstjóri fer með yfirstjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar. Skal hann skipaður frá 1. ágúst 2005 og frá þeim tíma undirbúa gildistöku laganna í samstarfi við landbúnaðarráðuneytið. Forstjóri ræður starfsfólk Landbúnaðarstofnunar, nema lög kveði á um annað. Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um skipulag og starfsemi stofnunarinnar að fengnum tillögum forstjóra.
Umsækjendur um stöðu forstjóra Landbúnaðarstofnunar eru:
1. Arinbjörn Kúld, rekstrarfræðingur, Mýrarvegi 116, Akureyri.
2. Ásgeir Harðarson, fóðurráðgjafi, Skrauthólum, Kjalarnesi.
3. Bergþóra Þorkelsdóttir, markaðs- og sölustjóri, Kambaseli 61, R.
4. Björgvin Njáll Ingólfsson, bóndi og verkfræðingur, Tungu, Selfossi.
5. Björn Steinbjörnsson, héraðsdýralæknir og framkvæmdastjóri, Dvergholti 23, Mosfellsbæ.
6. Eiríkur Einarsson, deildarstjóri, Uppsölum, Svíþjóð.
7. Elín Guðmundsdóttir, matvælafræðingur og forstöðumaður, Ölduslóð 46, 220 Hafnarfirði.
8. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri, Miðstræti 5, R.
9. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, Hjallabrekku 47, Kóp.
10. Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, Agronomie doktor, Friðarstöðum, Hveragerði.
11. Jón Gíslason, aðstoðarskrifstofustjóri, Brussel, Belgíu.
12. Jónas Yngvi Ásgrímsson, framkvæmdastjóri, Brautarholti á Skeiðum, Selfossi.
13. Katrín Helga Andrésdóttir, héraðsdýralæknir, Reykjahlíð á Skeiðum, Selfossi.
14. Ólafur Guðmundsson, forstöðumaður, Þinghólsbraut 22, Kóp.
15. Ólafur Oddgeirsson, dýralæknir og framkvæmdastjóri, Skotlandi.
16. Ólafur R. Dýrmundsson, Ph D ráðunautur, Jóruseli 12. R.
17. Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, deildarstjóri, Gilsbakka 19, Hvolsvelli.
18. Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir og oddviti, Syðra-Langholti, Flúðum.
19. Sigurgeir Ólafsson, forstöðumaður, Dalhúsum 62, R.
20. Valur Þorvaldsson, héraðsráðunautur og framkvæmdastjóri, Minna-Mosfelli, Mosfellsbæ.
21. Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson, dýralæknir, Deildarási 22, R.
22. Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðingur, Álfhólsvegi 66, Kóp.
23. Þuríður E. Pétursdóttir, líffræðingur og sviðsstjóri, Barðastöðum 11, R.