Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Íbúaþing um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu

fra_fludum
Frá Flúðum

Samstarfsnefnd um sameiningu Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í uppsveitum Árnessýslu, efndi til íbúaþings þann 29. júní síðastliðinn að Skálholti. Þingið var í umsjón ráðgjafafyrirtækisins Alta.

Á íbúaþinginu kom fram að íbúar svæðisins telja sig hafa umtalsverða sameiginlega hagsmuni og líka framtíðarsýn, ekki síst hvað varðar samgöngu- og atvinnumál. Íbúarnir telja einn helsta styrk svæðisins vera að það er dreifbýlt en öflugt landbúnaðarsvæði með litlum byggðakjörnum og fjölskylduvænu umhverfi.

Greinargerð um íbúaþingið má nálgast Skjal fyrir Acrobat Reader hér.

Sóknarfæri í uppsveitum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum