Íbúaþing um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu
Samstarfsnefnd um sameiningu Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í uppsveitum Árnessýslu, efndi til íbúaþings þann 29. júní síðastliðinn að Skálholti. Þingið var í umsjón ráðgjafafyrirtækisins Alta.
Á íbúaþinginu kom fram að íbúar svæðisins telja sig hafa umtalsverða sameiginlega hagsmuni og líka framtíðarsýn, ekki síst hvað varðar samgöngu- og atvinnumál. Íbúarnir telja einn helsta styrk svæðisins vera að það er dreifbýlt en öflugt landbúnaðarsvæði með litlum byggðakjörnum og fjölskylduvænu umhverfi.
Greinargerð um íbúaþingið má nálgast hér.
Sóknarfæri í uppsveitum