Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2005 Utanríkisráðuneytið

Kaup á gervifótum til Bosníu-Hersegóvínu

Í dag, þann 6. júlí 2005, undirrituðu þeir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Jón Sigurðsson, forstjóri, fyrir hönd Össurar hf, samning um kaup á tæplega 300 gervifótum sem gefa á fólki í Bosníu-Hersegóvínu.

Framlag Íslands til uppbyggingu í Bosníu-Hersegóvínu má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar frá 19. desember 1995, þar sem samþykkt var að taka þátt í uppbyggingunni þar í landi. En fyrr í þeim sama mánuði, 15. desember 1995, hafði verið skrifað undir friðarsamkomulag í Bosníu-Hersegóvínu, sem batt enda á 3 ½ árs stríðsrekstur í landinu.

Talið er að í átökunum milli Bosníumanna og Serba hafi hátt í 5.000 manns hafi misst útlimi sem afleiðingar af þessum stríðsrekstri.    Þar af er talið að um 70% hafi misst fót fyrir neðan hné sem er markhópur þessa stoðtækjaverkefnis, sem ýtt var úr vör árið 1996 og samningurinn sem undirritaður var í dag er framhald á.

Íslensk stjórnvöld í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið í Bosníu og Hersegóvínu hafa frá árinu 1996 lagt fram samtals 1000 gervifætur.  Með þessum samningi í dag er bætt við tæplega 300 gervifótum. Þeir eru af fullkomnustu gerð og nemur kostnaður vegna þessa samnings rúmum 38 milljónum króna.  

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta