Heimsókn forsætisráðherra til Japan
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans verða viðstödd hátíðarhöld vegna þjóðardags Íslands á Heimssýningunni í Japan, EXPO 2005, í næstu viku.
Jafnframt mun forsætisráðherra eiga fund með Junichiro Koizumi forsætisráðherra Japans, auk þess sem hann mun hitta Akihito keisara og eiga hádegisverðarfundi með japönskum þingmönnum og fulltrúum atvinnulífsins. Forsætisráðherra mun ennfremur taka þátt í ýmsum viðburðum sem tengjast þátttöku Íslands á Heimssýningunni.
Í Reykjavík, 08. júlí 2005