Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2005 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra í Japan

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með japönskum þingmönnum í Tókýó og hélt erindi um efnahagsmál á Íslandi. Að því loknu var rætt um samskipti ríkjanna og ítrekaði forsætisráðherra mikilvægi þess að sem allra fyrst yrði lokið við gerð loftferðarsamnings til að greiða fyrir auknum viðskiptum og ferðamannastraumi milli landanna. Þá undirstrikaði hann ósk íslenskra stjórnvalda um að gerður yrði tvísköttunarsamningur milli Íslands og Japans. Á fundinum ræddu þingmenn einnig orkumál við forsætisráðherra, öryggismál og hvalveiðimál.

Að loknum fundi með þingmönnum átti forsætisráðherra fund með K. Honda, forstjóra og Y. Wakui, stjórnarformanni stórfyrirtækisins JT í Japan, sem um þessar mundir hefur sölu á íslensku vatni, Iceland Spring, í Japan. Ræddi forsætisráðherra efnahagsmál, náttúru Íslands, markaðssetningu á vatni og fleira við fulltrúa JT.

Á morgun fá forsætisráðherrahjónin áheyrn hjá keisara Japans áður en haldið verður til Aichi þar sem forsætisráðherra setur Íslandsdaginn á heimssýningu Expó í Japan.

Í Reykjavík, 13. júlí 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta