Afstaða Eyfirðinga til sameiningar sveitarfélaganna
Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur gefið út skýrslu þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir afstöðu Eyfirðinga til sameiningarmála en áður hefur verið gert.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að meðal þeirra sem eru hlynntir sameiningu eru tvenns konar röksemdir nánast allsráðandi í öllum sveitarfélögunum; annars vegar að eitt sameinað sveitarfélag verði sterkari heild og að það hafi jákvæð áhrif í byggðalegu tilliti, og hins vegar það viðhorf að sameiningin væri hagkvæm og gæfi tækifæri til hagræðingar.
Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér