Aukning kolmunnakvótans.
Aukningu kolmunnakvótans.
Sjávarútvegsráðherra hefur í dag ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 590.000 lestir af kolmunna á árinu 2005. Er þetta 123.000 lestum lægri kvóti en ákveðinn var á árinu 2004. Við ákvörðun á heildarkvóta fyrir árið 2005 er bæði tekið mið af ráðleggingum ICES um mikilvægi þess að dregið verði úr sókn á kolmunna sem og ákvörðun Norðmanna um veiðistöðvun og viðbrögðum ESB og Færeyja við þeirri ákvörðun. Ekki hefur náðst samkomulag um veiðar og skiptingu kolmunna kvóta meðal aðildarríkja NEAFC en vonast er til að tilslakanir ríkjanna geti hreyft við samningagerð sem er orðin er mjög brýn.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 19. júlí 2005