Hoppa yfir valmynd
20. júlí 2005 Dómsmálaráðuneytið

Landamæraeftirlit hert í Evrópu

Fréttatilkynning
26/2005

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. Þá má búast við landamæraeftirliti á öðrum stöðum innan Schengen samstarfsins á komandi vikum. Ástæðan fyrir þessum ráðstöfunum er ótti við hryðjuverk eftir árásina í London fyrr í þessum mánuði.

Reykjavík 18. júlí 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum