Hoppa yfir valmynd
28. júlí 2005 Forsætisráðuneytið

Sala á hlut ríkisins í Landssíma Íslands hf.

Í dag hefur fjármálaráðherra, sem fer með eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. (Símanum), í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Skipti ehf., í eftirstandandi hlut ríkisins Símanum. Tilboðið nam 66,7 ma.kr., sem er jafnframt hæsta tilboð sem barst. Alls bárust þrjú tilboð í hlut ríkisins í félaginu, sem að baki standa 17 fjárfestar:

Nýja símafélagið ehf., sem í eru:

Atorka Group ehf. 38,4%

Mósa ehf. 28,8%

Straumborg ehf. 28,8%

F. Bergsson Eignarhaldsfélag ehf. 4%


Símstöðin ehf., sem í eru:

Burðarás hf. 45%

Kaupfélag Eyfirðinga svf. 7,86%

Ein stutt ehf. 23,56%

Talsímafélagið ehf. 11,79%

Tryggingamiðstöðin hf. 11,79%


Skipti ehf., sem í eru:

Exista ehf. 45%

Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25%

Gildi – lífeyrissjóður 8,25%

Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25%

Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25%

MP Fjárfestingarbanki hf. 2%

Imis ehf. 2%

Kaupþing banki hf. 30%

Tilboð Nýja Símafélagsins nam u.þ.b. 54.7 ma.kr. og tilboð Símstöðvarinnar ehf. nam 60 ma.kr.

Nýjum eigendum er skylt að uppfylla skilyrði ríkisins er fram koma í söluskilmálum, m.a. að enginn einn einstakur aðili, skyldir eða tengdir aðilar, eignist stærri hlut í Símanum en 45% fram að skráningu félagsins á Aðallista í Kauphöll, og að ekki minna en 30% af heildarhlutafé félagsins verði af hálfu kaupanda boðinn almenningi og öðrum fjárfestum til kaups, í síðasta lagi fyrir árslok 2007.

Ráðgjafi framkvæmdanefndar um einkavæðingu í söluferli Símans var Morgan Stanley í Lundúnum.

 

 

                                                                                                   Reykjavík 28. júlí 2005
                                                                                                   Framkvæmdanefnd um einkavæðingu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta