Stofnað til stjórnmálasambands
Fastafulltrúar Íslands og Túvalú hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Enele Sosene Sopoaga, undirrituðu þriðjudaginn 26. júlí í New York yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna. Túvalú er fámennt eyríki í Kyrrahafi, um 650 sjómílur norðan Fíjí-eyja, fyrrum bresk nýlenda, sem hlaut sjálfstæði árið 1978.