Viðtalstímar sendiherra
Snar þáttur í starfsemi sendiráða Íslands er viðskiptaaðstoð við fyrirtæki. Til að auðvelda aðgengi íslenskra fyrirtækja að starfsfólki sendiráðanna hafa heimkomur sendiherra og viðskiptafulltrúa verið nýttar til funda með fyrirtækjum.
Útflutningsráð Íslands, í samvinnu við VUR, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, býður til funda með sendiherrum Íslands erlendis á næstu vikum. Dagskrá fundanna er sem hér segir:
Stefán Skjaldarson, sendiherra í Osló, þriðjudaginn 16. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Noregs: Kýpur, Alsír, Kvatar, Íran, Makedónía, Egyptaland, Kúvæt og Sádí-Arabía.
Svavar Gestsson, sendiherra í Svíþjóð, þriðjudaginn 16. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Svíþjóðar: Albanía, Búlgaría og Serbía og Svartfjallaland, Bangladess, Pakistan og Srí Lanka.
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra í Maputo, miðvikudaginn 17. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Mósambík: Angóla, Kenía, Malaví, Namibía, Sambía, Suður-Afríka, Tansanía og Úganda.
Tómas Ingi Olrich, sendiherra í París, miðvikudaginn 17. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Frakklands: Andorra, Italía, Portúgal, San Marínó og Spánn.
Helgi Ágústsson, sendiherra í Washington, miðvikudaginn 17. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Bandaríkjanna: Mexíkó, Brasilía, Argentína, El Salvador, Chile, Gvatemala og Úrúgvæ.
Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra í Japan, mánudaginn 22. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Japans: Austur-Tímor og Filippseyjar.
Eiður Guðnason, sendiherra í Peking, mánudaginn 22. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Kína: Ástralía, Mongólía, Norður-Kórea (Alþýðulýðveldið Kórea), Nýja-Sjáland, Suður-Kórea (Lýðveldið Kórea) og Víetnam.
Kjartan Jóhannsson, sendiherra í Brussel, miðvikudaginn 24. ágúst.
Umdæmislönd sendiráðsins eru auk Belgíu: Liechtenstein, Lúxemborg og Marokkó.
Fundirnir eru ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiskrifstofanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Þau fyrirtæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það tímanlega. Gert er ráð fyrir að fundur sendiherra með hverju fyrirtæki standi í hálfa klukkustund, nema annars sé óskað.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, [email protected].
Viðskiptafulltrúar sendiráðanna eru væntanlegir til landsins 6.-10. september n.k. og verður unnt að bóka fundi með þeim innan tíðar.