Doktorsnám hjá EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu
Ísland er aðili að EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu. EMBL - European Molecular Biology Laboratory (www.embl.org) býður upp á doktorsnám í sameindalíffræði og geta Íslendingar nú sótt um námsdvöl við stofnunina. Nemendur, sem teknir eru inn í námið, fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur. Stofnunin er í fremstu röð á sínu sviði og samkeppni því mikil. Þeir sem telja sig eiga erindi í doktorsnám í sameindalíffræði hjá EMBL eru hvattir til að kynna sér námið og tilhögun þess og senda inn umsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2005. Allar upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni http://www.embl.org/training/phdprogramme/index.html. Einungis er tekið við umsóknum á netinu. Frekari fyrirspurnir má senda til [email protected].