Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2005 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra vígir flugbraut í Grímsey

Sturla Böðvarsson mun í dag vígja nýja flugbraut og vélageymslu í Grímsey.

Árið 2003 var verkið boðið út og var hagstæðasta tilboði tekið, frá Borgarverk, sem hljóðaði upp á 80,3 milljónir króna. Framkvæmdum var hagað þannig að sem minnst rask yrði og var flugbrautin einungis lokuð í þrjá daga á framkvæmdatímanum.

Flugbrautin hefur öll verið endurbyggð og er nú 1.030 metra löng og 23 metra breið. Lögð var klæðning á brautina og byggð við hana endaöryggissvæði, þá var jafnframt byggð ný vélageymsla á flugvellinum. Vélageymslan sem er 140 fermetrar að stærð hýsir slökkvibifreið, rafmagnsbúnað, snjóruðningstæki, blásara og sanddreifara. Elin á Sauðárkróki sá um byggingu hússins og nam kostnaður við hana 18 milljónum króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta