Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins kynnt
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Lýðheilsustöð standa saman að kynningarfundi um Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins 23. september nk. Til að kynna áæltunina og möguleika á styrkjum til lýðheilsuverkefna í samræmi við hana kemur hingað til lands Dr. Ferdinand Sauer, yfirmaður hjá heilsu- og neytendaverndardeild Evrópusamandsins. Einnig verða kynntir á fundinum Þróunarsjóður EFTA og Rannsóknasjóður RANNÍS.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Nánari upplýsingar um kynningarfundinn er að finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar á slóðinni: http://www.lydheilsustod.is/frettir/pistill-vikunnar/nr/1132