Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2005 Utanríkisráðuneytið

Samningur um sameiginlegt efnahagssvæði Íslands og Færeyja undirritaður í Færeyjum í dag

Nr. 026

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag í Hovyík í Færeyjum samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. Samningurinn mælir fyrir um frelsi á sviði vöruviðskipta, þjónustuviðskipta og fjárfestinga. Tekur samningurinn m.a. til viðskipta með landbúnaðarafurðir. Samkvæmt samningnum skulu íslenskir ríkisborgarar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og færeysk fyrirtæki. Jafnframt skulu Færeyingar og færeysk fyrirtæki njóta sömu réttinda hér og landi og íslenskir ríkisborgara og íslensk fyrirtæki. Samningurinn kemur í stað fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja frá árinu 1992.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta