Samúðarskeyti til forseta Bandaríkjanna vegna fellibylsins Katrínar
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, George Bush forseta Bandaríkjanna samúðarskeyti vegna manntjónsins sem orðið hefur í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Katrínar.
Í skeytinu segir forsætisráðherra að íslenska þjóðin sé harmi slegin vegna þess fjölda sem lét lífið og þess tjóns sem varð í þessum náttúruhamförum. Óskar forsætisráðherra þess að íbúum Bandaríkjanna vegni vel í því björgunarstarfi sem stendur yfir og þeirri uppbyggingu sem framundan er.
Í Reykjavík 2. september 2005