Hoppa yfir valmynd
6. september 2005 Matvælaráðuneytið

Nr. 7/2005 - Fjölmiðlafundur í Kjarnaskógi

 

 

Boðað til fjölmiðlafundar

í Kjarnaskógi við Akureyri

 

Landbúnaðarráðherra mun f.h. Jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins skrifa undir leigusamning við Skógræktarfélag Eyfirðinga um 151 ha landspildu í landi Saurbæjar í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 8. september kl. 17:15 í Gróðrarstöðinni í Kjarnaskógi, Akureyri.

Landspildan er svokallað skógræktarsvæði sem liggur að ríkisjörðinni Hálsi sem Skógræktarfélagið hefur haft til afnota í tvo áratugi og er það ætlan Skógræktarfélags Eyfirðinga að rækta þar skóg og virkja til þess félagsmenn. Í athugun er að skipuleggja á svæðinu svokallaðar landnemaspildur þar sem einstaka félagsmenn geta stundað skógrækt og landgræðslu. Einnig á að byggja upp útivistarsvæði opið almenningi. Samningurinn er til 50 ára og hefur Skógræktarfélagið forleigurétt á landinu að leigutíma loknum.

 

Í landbúnaðarráðuneytinu,

6. september 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum