Hoppa yfir valmynd
6. september 2005 Matvælaráðuneytið

Nr. 8/2005 - Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði

Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að endurskoða gildandi löggjöf um lax- og silungsveiði hefur unnið drög að frumvörpum er þennan málaflokk varða. Þar er um að ræða frumvarp til laga um lax- og silungsveiði, frumvarp til laga um fiskeldi, frumvarp til laga um fiskrækt, frumvarp til laga um varnir gegn fisksjúkdómum og frumvarp til laga um íslenskar vatnarannsóknir. Stefnt er að framlagningu frumvarpa um efnið á komandi haustþingi. Krækjur í frumvarpsdrögin sem eru á word-formi eru hér að neðan og gefst kostur á að skoða þau og koma á framfæri athugasemdum til nefndarinnar til 20. september. Athugasemdir sendist á [email protected]. Mun nefndin yfirfara innsendar athugasemdir og skila landbúnaðarráðherra frumvarpsdrögunum að því loknu.

Gildandi lög um lax- og silungsveiði eru frá árinu 1970, en stofn þeirra má rekja allt aftur til ársins 1932. Ljóst má vera að á þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku laganna hefur margt breyst í umhverfi veiðimála hérlendis sem gerir heildarendurskoðun nauðsynlega. Þýðing og mikilvægi atvinnurekstrar er tengist lax- og silungsveiðum hefur og aukist verulega á undanförnum árum, en lagaumhverfið hefur ekki í nægjanlegum mæli verið í stakk búið til að bregðast við þeim breyttu aðstæðum. Löngu var því tímabært að ráðast í heildarendurskoðun á lagaumhverfinu.

  

Í landbúnaðarráðuneytinu,

6. september 2005

 

Frestur til að senda inn athugasemdir er liðinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta