Hoppa yfir valmynd
7. september 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Íbúaþing um sameiningartillögu í uppsveitum Árnessýslu

Þriðjudaginn 6. september sótti félagsmálráðherra, Árni Magnússon, íbúaþing að Borg í Grímsnesi. Íbúaþingið er liður í röð íbúaþinga sem haldin eru í uppsveitunum til að þess að fjalla um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu, þ.e. Grímsnes-og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þingið var vel sótt og umræður lifandi, en fundarstjórn var í höndum ráðgjafafyrirtækisins ALTA. Nánari upplýsingar um íbúaþingin má nálgast á vefnum www.ibuathing.is

Í erindi sínu lagði félagsmálaráðherra áherslu á að nú gæfist sveitarstjórnarmönnum og íbúum gott tækifæri til þróa nýtt sveitarfélag með sameiginlega framtíðarsýn fyrir svæðið. Hann undirstrikaði að verulegir fjármunir hafi verið settar til hliðar til að styðja við sameiningur sveitarfélaga, eða allt að 2.400 milljónir króna. Þeir fjármunir opni ýmsa möguleika sem ekki hafi boðist áður. Þannig geti nýsameinuð sveitarfélög sótt um fjármagn til endurskipulagningar stjórnsýslu og þjónustu sem vafalaust eigi eftir að koma mörgum vel. Fram kom í máli ráðherra að þetta væri tímabundin ráðstöfun og með öllu óvíst að sambærilegur stuðningur yrði aftur í boði.

Í máli ráðherrans kom ennfremur fram að átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins væri samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélag og farið hefði verið í verkefniðað frumkvæði sveitarstjórnarmanna. Allar þær tillögur sem nú verði kosið um hafi verið unnar í miklu samráði við sveitarstjórnarmenn, en nú væri komið að íbúunum sjálfum að að segja sína skoðun. Þeir hefðu síðasta orðið.

Félagsmálaráðherra mun sækja íbúafundi um land allt á næstu vikum og hitta fólk í öllum landshlutum til þess að ræða þær sameiningartillögur sem varða þeirra svæði.

Ítarefni:

Glærur frá fundinum

Tengill á tillögur sameiningarnefndar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta