Hoppa yfir valmynd
9. september 2005 Matvælaráðuneytið

Verðlaunaafhending í vefsamkeppni grunnskólanna

Fréttatilkynning
Verðlaunaafhending í vefsamkeppni grunnskólanema

Í dag voru veitt verðlaun í samkeppni sem sjávarútvegsráðuneytið og menntamálaráðuneytið efndu til meðal grunnskólanema um gerð sjávarútvegsvefs. Tilefnið var koma fyrsta íslenska togarans til Íslands og bar verkefnið yfirskriftina sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð.

Markmiðið með keppninni var að auka innsýn skólabarna í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveg, og veita þeim um leið tækifæri til að tjá eigin hugmyndir um greinina. Jafnframt var verkefninu ætlað að vekja athygli almennings á sjávarútvegi og víkka þá umræðu sem á sér stað um hana.

Níu skólar tóku þátt í keppninni og var skipuð sérstök dómnefnd til að velja verðlaunaverkefni, en veitt voru þrenn verðlaun. Nefndin var skipuð einum fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins, einum fulltrúa menntamálaráðuneytisins og einum fulltrúa frá Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk störfum 4. júní sl. og voru vefirnir opnaðir almenningi á sjómannadaginn, 5. júní. Ákveðið var að úrslit yrðu tilkynnt á sjávarútvegssýningunni og að verðlaunaafhending færi fram þar við hátíðlega athöfn.

Úrslitin urðu þessi:

Grunnskólinn á Hólmavík varð í fyrsta sæti og hlaut í verðlaun skjávarpa, myndbandstökuvél og fartölvu.
Grandaskóli varð í öðru sæti og hlaut í verðlaun skjávarpa og myndbandstökuvél.
Garðaskóli í Garðabæ varð í þriðja sæti og hlaut skjávarpa í verðlaun.

Verðlaunin voru í boði Landsbanka Íslands.

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ávarpaði gestina og að því loknu tilkynnti menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, úrslitin, afhenti viðurkenningarskjöl og las umsögn dómnefndar um verkefnin. Fulltrúi Landsbanka Íslands afhenti síðan verðlaunin. Að lokinni verðlaunaafhendingu var gestunum boðið upp á veitingar og síðan í skoðunarferð með ráðherrunum um íslensku sjávarútvegssýninguna.

Afh verdlauna grunnsknem sjrsyn sept 05

Grunnskolanemar á sjávarútv syn sept 05

Sjávarútvegsráðuneytið
Menntamálaráðuneytið
10. september 2005

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta