Hoppa yfir valmynd
12. september 2005 Utanríkisráðuneytið

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, á heimssýningunni í Aichi í Japan

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 027

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, skoðaði í dag 12. september Heimssýninguna í Aichi í Japan. Hann fór meðal annars í norræna sýningarskálann og þann japanska. Á morgun mun utanríkisráðherra eiga fund með Nobutaka Machimura utanríkisráðherra Japans.

Á miðvikudag 14. september mun utanríkisráðherra taka þátt í viðskiptaráðstefnu þar sem íslensk fyrirtæki munu kynna starfsemi sína. Í för með utanríkisráðherra er viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum um 20 fyrirtækja.

Utanríkisráðuneytið,

Reykjavík, 12. september 2005.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta