Hoppa yfir valmynd
16. september 2005 Innviðaráðuneytið

Áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið

Alþjóðaferðamálaráðið hefur gefið út lýsingu á því hvernig útbúa megi hliðarreikning, eða Tourism Satellite Account, fyrir ferðaþjónustu.

Markmiðið var að meta umsvif ferðaþjónustunnar í efnahagslífinu en mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sinna jafnframt öðrum viðskiptahópum.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur sett á laggirnar þriggja manna starfshóp til að kanna grundvöll þess að taka upp ofangreinda aðferðarfræði og hvernig best verði að því staðið. Starfshópnum er einnig ætlað að gera tillögur um það hvernig aðgengi ferðaþjónustunnar að hagtölum og könnunum verði best háttað.

Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar, er formaður starfshópsins. Aðrir í hópnum eru Vilborg Júlíusdóttir, hagfræðingur, tilnefnd af Hagstofunni og Hlynur Hreinsson, hagfræðingur í samgönguráðuneytinu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta