Hoppa yfir valmynd
16. september 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur borgaravitundar og lýðræðis 2005

Til leik-, grunn- og framhaldsskóla

Vísað er til bréfs menntamálaráðuneytisins, dags. 31. maí 2005, um dag borgaravitundar og lýðræðis í skólum í tengslum við Evrópuár um borgaravitund og lýðræði í skólastarfi 2005. Í bréfinu beinir ráðuneytið þeim tilmælum til leik-, grunn- og framhaldsskóla að 12. október nk. verði helgaður borgaravitund og lýðræði í skólastarfi með því að brydda upp á einhverju sem tengist því að vera virkur borgari í lýðræðissamfélagi.

Í tilefni af Evrópuárinu hefur Námsgagnastofnun unnið námsefni á vef sem ber heitið Borgaravitund og lýðræði, kennurum á fyrrgreindum skólastigum til stuðnings við kennslu sína. Í námsefninu eru verkefni flokkuð í þrjú þyngdarstig. Fjallað er m.a um markmið verkefnisins, hugtök og hugmyndir að vinnubrögðum. Gert er ráð fyrir að námsefnið verði tilbúið á heimasíðu Námsgagnastofnunar um næstu mánaðamót.

Ráðuneytið hefur einnig látið útbúa meðfylgjandi hálsbönd með áletrun verkefnisins Að lifa og læra í lýðræði til að vekja athygli á deginum og mikilvægi verkefnisins. Þeim tilmælum er beint til grunnskóla að hálsböndin verði afhent nemendum í 10. bekk skólans þennan dag.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum