Hoppa yfir valmynd
16. september 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samskiptatorg félagsmálaráðuneytisins

Sameining sveitarfélaga
Sameining sveitarfélaga

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakt Samskiptatorg. Verkefnið á rætur sínar að rekja til stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið en þar eru sett fram markmið um að gerðar verði tilraunir til að auka samráð og Samskipti milli almennings og opinberra aðila m.a. með því að gera tilraunir með uppsetningu umræðutorga.

Væntanlegar atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga er kjörið tækifæri til þess að gefa almenningi kost á að skiptast á skoðunum um sameiningarmál og standa vonir til þess að sem flestir láti í sér heyra og taki þátt í uppbyggilegri umræðu.

Gestum Samskiptatorgsins gefst kostur á að lesa eða hlusta á ávörp Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Vilhjálms Þ. Vilhjálssonar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem þeir lýsa tilurð og markmiðum átaks til eflingar sveitarstjórnarstigsins.

Árni Magnússon

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
Inngangsorð (mp3-snið, 500 KB
)

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Sambands íslenskra sveitarfélaga
Inngangsorð (mp3-snið, 500 KB)



Á Samskiptatorginu gefst öllum landsmönnum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær sameiningartillögur sem fyrir liggja og fá við þeim viðbrögð. Jafnframt er hægt að bregðast þar við skoðunum annarra.

Félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga vonast til að Samskiptatorgið geti aukið upplýsta og málefnalega umræða um stöðu sveitarstjórnarstigsins og framþróun þess.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum