Ísland í uppáhaldi
Lesendur bresku blaðanna Guardian og Observer völdu Ísland sem sitt uppáhalds land í árlegri könnun sem gerð var meðal lesenda blaðanna í Evrópu.
Ísland komst fyrst á listann fyrir tveimur árum og lenti þá í efsta sæti. Í fyrra var Ísland í 2. sæti á eftir Slóveníu. Þá fer Icelandair úr 14. sæti í það fjórða þegar spurt er um besta flugfélagið sem flytur farþega til og frá Bretlandi á styttri flugleiðum. Reykjavík er í 34. sæti yfir uppáhalds borgirnar en var í því tólfta árið 2004.
Sjá nánar af könnuninni á vefsíðu Ferðamálaráðs, http://www.ferdamalarad.is